STÓR TVÖFÖLD

Faradice hleðslutöð fyrir fyrirtæki og stofnanir

Almennt um stöðina

Hönnuð, prófuð, smíðuð og þróuð fyrir íslenskar aðstæður og veðurfar (IP56). Gæðavara, eingöngu fyrsta flokks íhlutir notaðir. Hægt er að fá stöðvarnar sérmerktar fyrirtækinu eða stofnuninni þinni (sjá myndir fyrir neðan).

Tæknilegar upplýsingar

Tvöföld AC hleðslustöð, hægt að fá hana allt að 22kW. s.s. þriggja fasa 32A. Hægt er að velja annað hvort Type 1 (asíski og USA staðall) eða Type 2 (evrópska kerfið) tengla. Þar sem það eru tveir tenglar/kaplar með hverri stöð er t.d. hægt að hafa einn af hvorri týpu eða tvo af þeirri týpu sem þið kjósið.

Stöðinni er hægt að læsa, þ.e. hún er með innbyggðum RFID lesara sem les alla algengustu RFID lykladropa og kort. Þannig er hægt að nýta aðgangskort eins og notuð eru í flestum fyrirtækjum til að stýra aðgangi að stöðinni og fylgjast með notkun hvers og eins korthafa.

Stöðin er nettengd og einfalt er að tengjast henni í gegnum lokað vefsvæði í algengustu vöfrum, breyta stillingum og aðgengi einstakra lykla/korta og fylgjast með allri notkun hennar, allt frá einstakri notkun hvers korthafa til heildarnotkunar yfir tímabil að vali stjórnenda stöðvarinnar.

Stöðin getur sent SMS/tölvupóst á notanda og tilkynnt t.a.m. þegar bíllinn er fullhlaðinn og tímabært að aftengja og færa svo aðrir geti komist að og hlaðið.

Í stöðinni er innbyggð yfirálagsvörn og lekastraumvörn og hún er IP65 raka- og rykþolin. Sjálfur stýribúnaðurinn er í sterkum plastkassa og utan um hann er klædd þykk ryðfrí stálkápa sem hönnuð er til að þola talsvert hnjask.

Þessi stöð er tilvalin fyrir opinber bílastæði sem og fyrirtæki sem vilja bjóða starfsmönnum, viðskiptavinum eða tilteknum hópum aðgang að hleðslustöðvum. Einfalt er að stýra og hafa eftirlit með notkun og nýtingu stöðvanna.

Sérmerktar stöðvar

Nokkur dæmi um merkingar: